Íhlutir undir miklu álagi
Allir vélrænir íhlutir krefjast sérhannaðra smurefna: kúlulegur, tannhjól, keðjur, lokar, skrúfur og stýribrautir. Smurefnin þurfa að uppfylla bæði kröfur einstakra íhluta sem og þeirri vinnslu sem þeir eru hluti af.
Þannig geta kröfur fyrir smurefni kúlulega verið mjög mismunandi, svo dæmi sé tekið. Þau þurfa að virka á mismunandi leguefni, t.d. stál, keramik eða plast; mögulega þurfa þau að vera vatnsþolin, þola háan eða lágan hita eða henta fyrir mikinn hraða eða álag. Þegar við þessi skilyrði bætast mismunandi kröfur iðngeira á borð við matvælavinnslu, lyfjaframleiðslu eða textílframleiðslu eru kröfurnar orðnar slíkar að þær verða ekki uppfylltar nema með sérhönnuðum smurefnum frá Klüber Lubrication.
► Lesa meira