Útfærslur: Meira en 2000 sérhönnuð smurefni

Tæknilegar framfarir eru stöðugar, viðskiptavinir okkar þróa nýja tækni og nýir iðngeirar eru að líta dagsins ljós; þetta væri ekki mögulegt án smurefna. Starfsfólk Klüber Lubrication fylgist grannt með þessari þróun og bíður spennt eftir því að takast á við nýjar áskoranir á sviði núningsminnkunar og slitvarna.

Tæknilegar framfarir eru stöðugar, viðskiptavinir okkar þróa nýja tækni og nýir iðngeirar eru að líta dagsins ljós; þetta væri ekki mögulegt án smurefna. Starfsfólk Klüber Lubrication fylgist grannt með þessari þróun og bíður spennt eftir því að takast á við nýjar áskoranir á sviði núningsminnkunar og slitvarna.

Sérsniðnar lausnir fyrir alla iðnaðargeira
Iðnaðargeirar krefjast smurefna sem uppfylla mismunandi kröfur, sem geta jafnvel verið ólíkar á milli framleiðenda eða rekstraraðila innan sama geira, hvort sem litið er til vélaframleiðslu, bílaframleiðslu, textíliðnaðar, matvælavinnslu eða vindorku.

Klüber Lubrication býður upp á smurlausnir fyrir allan iðnað og allar vélar. Við bjóðum smurefni með NSF H1-skráningu fyrir matvælaiðnaðinn, sérsmúrefni fyrir stóriðju og smurolíur fyrir hverja notkun innan vinnsluiðnaðarins. Ítarleg rannsóknar- og þróunarvinna okkar miðar öll að því að framleiða smurefni sem henta þörfum hvers og eins.

► Lesa meira

Íhlutir undir miklu álagi

Allir vélrænir íhlutir krefjast sérhannaðra smurefna: kúlulegur, tannhjól, keðjur, lokar, skrúfur og stýribrautir. Smurefnin þurfa að uppfylla bæði kröfur einstakra íhluta sem og þeirri vinnslu sem þeir eru hluti af.

Þannig geta kröfur fyrir smurefni kúlulega verið mjög mismunandi, svo dæmi sé tekið. Þau þurfa að virka á mismunandi leguefni, t.d. stál, keramik eða plast; mögulega þurfa þau að vera vatnsþolin, þola háan eða lágan hita eða henta fyrir mikinn hraða eða álag. Þegar við þessi skilyrði bætast mismunandi kröfur iðngeira á borð við matvælavinnslu, lyfjaframleiðslu eða textílframleiðslu eru kröfurnar orðnar slíkar að þær verða ekki uppfylltar nema með sérhönnuðum smurefnum frá Klüber Lubrication.

► Lesa meira

Viltu frekari upplýsingar?

Fylltu út þetta eyðublað.